En það þarf að hafa hraðar hendur til að tryggja sér þennan einstaka titrara því aðeins þrjú eintök voru framleidd.
Það er listamaðurinn Colin Burn sem hannaði það sem hann kallar ”Pearl Royale Sculpture” sem er titrari úr platínu. Hann er þakinn demöntum, safírum og perlum úr Suðurhöfum.
Burn segir að hönnunin tvinni saman lúxus og kynferðislegar upplifanir.
„Ég vildi búa til skartgrip sem getur staðið við hlið glæsilegustu krúnudjásna heims,“ segir hann á heimasíðu sinni.
Eins og verðið á tækinu gefur til kynna, þá er það aðeins sterkefnað fólk sem hefur ráð á því.
Hreint platínum, rúmlega 70 demantar, sjaldgæfir bleikir demantar, konunglegir bláir safírar og glæsilegar perlur úr Suðurhöfum kosta sitt. Burn segir að allt „skrautið“ sé sett þannig á titrarann að yfirborð hans sé alveg slétt því það gengur auðvitað ekki að hafa hvassar brúnir eða annað sem hægt er að meiða sig á, á honum.