Þessar drykkjarvörur eru:
Kaffi – Margir byrja daginn með því að drekka kaffi en koffínið hefur óæskileg aukaáhrif – það er vatnslosandi og getur valdið ofþornun. „Kaffi er vatnslosandi en það getur þýtt að líkaminn ofþornar,“ sagði Sam Cinkir, húðsérfræðingur, í samtali við Mirror og bætti við að þurr húð glati fyllingu og teygjanleika sem geri að verkum að fínar línur og hrukkur verði greinilegri.
Áfengi – Það getur virst algjör lúxus að fá sér eitt vínglas eða kokteil en áfengi er ein „besta“ leiðin til að láta húðina eldast.
Sykurdrykkir – Sykraðir drykkir á borð við gosdrykki, orkudrykki og ávaxtasafa skaða kollagenið og veikja það. Það er því best að skipta þessum drykkjum út með vatni, jurtate eða sykurlausum ávaxtasöfum.