fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Tæknirisarnir nota leynilegar formúlur til að skrá svefn þinn

Pressan
Laugardaginn 15. mars 2025 12:30

Snjallúr eru sannkölluð þarfaþing. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snjallúrið segir að svefngæði næturinnar hafi verið 79 stig. Þetta er bara þokkalegt miðað við 6 klukkustunda og 47 mínútna svefn. Hann hefði mátt vera aðeins lengri en góður hluti hans var djúpur.

Þetta er meðal þess sem snjallúrin geta sagt okkur og með hverju árinu bætist við möguleikana til að fylgjast með svefni. Úrin geta líka sagt okkur ýmislegt um hvað við gerum yfir daginn.

En það eru vísbendingar um að ákveðin óvissa sé tengd þessum mælingum. Jakob Eg Larsen, lektor við stærðfræði- og tölvudeild danska tækniháskólans, sagði í samtali við Berlingske að ákveðnar svefntölur í úrunum séu betri en aðrar. „Rannsóknir sýna mismunandi nákvæmni þegar úrin eiga að greina svefnstigin. Þau eru betri í að leggja mat á hvort maður sofi eða ekki,“ sagði hann.

Úrin, og önnur álíka snjalltæki, mæla svefninn í fjórum svefnstigum – vakandi, léttur svefn, djúpur svefn og draumsvefn (REM-svefn). Þessir fasar fara eftir hringrás nokkrum sinnum yfir nóttina. Venjulega fimm til sex sinnum.

Það getur verið erfitt að lesa í svefnstiginn því framleiðendur snjalltækjanna skýra ekki frá hvernig þau komast að niðurstöðunni. Það getur því verið munur á milli framleiðenda.

Larsen sagði mjög líklegt að ef maður sofi með snjallúr, frá sitthvorum framleiðandanum á hvorri hönd, þá verði niðurstaða tækjanna ekki sú sama hvað varðar svefninn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum