fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Ný rannsókn – Húðflúr getur aukið líkurnar á krabbameini

Pressan
Laugardaginn 15. mars 2025 14:30

Húðflúrari að störfum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar sýna að húðflúrað fólk greinist oftar með húð- og eitlakrabbamein en fólk sem ekki er húðflúrað.

Það voru vísindamenn við Syddansk háskólann sem rannsökuðu þetta og komust að því að blekið í húðflúrum getur hugsanlega aukið hættuna á að fólk fái húð- og eitlakrabbamein. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá háskólanum.

Rannsóknin leiddi í ljós að agnir úr húðflúrbleki geta borist til eitlanna þar sem þær safnast fyrir. Henrik Frederiksen, yfirlæknir og prófessor, segir að þetta geti haft í för með sér að ónæmiskerfið reyni stöðugt að bregðast við blekinu. Ekki sé enn ljóst hvort þetta viðvarandi álag geti veikt starfsemi eitlanna eða hafi önnur heilsufarsleg áhrif.

Það er erfitt að rannsaka tengslin því krabbamein þróast oft á mörgum árum.

Rannsókin byggist á gögnum um rúmlega 5.900 danska tvíbura. Vísindamennirnir báru húðflúr þeirra saman við krabbameinsgreiningar og kom í ljós að þeir sem voru húðflúraðir greindust oftar með húð- og eitlakrabbamein en þeir sem ekki voru húðflúraðir.

Greinilegustu tengslin á milli húðflúrs og krabbameins voru hjá þeim sem voru með húðflúr sem eru stærri en lófi. Tíðni eitlakrabbameins var næstum því þrisvar sinnum meiri hjá þeim með stór húðflúr miðað við þá sem voru ekki með húðflúr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum