fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Elon Musk tókst aftur að setja allt á hliðina með umdeildri færslu – „Fokk Elon, hvað í fjandanum gengur að þér?“

Pressan
Laugardaginn 15. mars 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elon Musk, ríkasti maður heims og einn nánasti samstarfsmaður Donald Trump Bandaríkjaforseta, setti allt á annan endann þann 20. janúar þegar Trump var svarinn í embætti öðru sinni.

Musk hélt ræðu á fundi stuðningsmanna Trump eftir innsetningarathöfnina og gerði þar handahreyfingu sem minnti á nasistakveðjuna. Musk var harðlega gagnrýndur í kjölfarið en gaf þó lítið fyrir gagnrýna og sakaði vinstrimenn um að sjá nasista í öllum hornum.

Aftur hefur Musk nú tekist að valda fjaðrafoki og aftur er hann sakaður um nasisma. Að þessu sinni út af færslu sem hann deildi á miðli sínum X. Færslan sagði: „Stalín, Maó og Hitler myrtu ekki milljónir manna. Opinberir starfsmenn þeirra gerðu það.“

Image

Rétt er að geta þess að Musk skrifaði ekki færsluna sjálfur heldur deildi henni, eða endurtísti eins og það var kallað þegar X hét enn Twitter. Engu að síður hefur auðkýfingurinn fengið svo mikla gagnrýni yfir sig undanfarinn sólarhring að hann hefur nú tekið deilinguna út.

„Opinberir starfsmenn Bandaríkjanna, hjúkrunarfræðingarnir okkar, kennararnir, slökkviliðsmennirnir, bókasafnsfræðingarnir – völdu að gera samfélög okkar örugg, heilbrigð og sterk frekar en að verða rík,“ segir Lee Saunders, formaður stærsta stéttarfélags opinberra starfsmanna í Bandaríkjunum. „Þeir eru ekki, eins og ríkasti maður heims gefur til kynna, þjóðarmorðingjar. Elon Musk og milljarðamæringarnir í þessari ríkisstjórn hafa ekki hugmynd um það sem venjulegt fólk gengur í gegnum á hverjum degi. Þess vegna finnst honum ekkert mál að beita keðjusög á lífsviðurværi fólks, Medicaid-aðstoðina, félagslega bótakerfið og Medicare.“

Baráttusamtökin Democratic Majority for Israel birtu líka færslu þar sem segir:

„Þessi ógeðfellda vörn Elon Musk í garð Hitlers, Stalíns og Maós er sturluð. Að bandarískur embættismaður sé að fegra hlut leiðtoga sem fyrirskipuðu fjöldamorð er óafsakanlegt og óásættanlegt. Það ætti að setja Musk af. Hann þarf að biðjast afsökunar og þiggja ráðgjöf og fræðslu um illsku helfararinnar og annarra fjöldamorða.“

Og netverjum er líka gróflega misboðið. Einn skrifar á Bluesky:

„Musk er andstyggilegur og illur. Að verja Stalín, Hitler og Maó bara til að réttlæta það að reka hjúkrunarfræðinga sem starfa í þágu uppgjafahermanna og starfsmenn þjóðgarðanna? Hvernig getur einhver hatað opinbera starfsmenn þetta mikið? Galið og hættulegt.“

Annar skrifar á miðli Musks, X: „Við erum komin á „Hitler gerði ekkert rangt“ stig þess að Elon Musk sé engan veginn nasisti.“

Enn annar skrifar: „Elon Musk gerði tvær „Heil Hitler“-nasistakveðjur á innsetningardeginum. Elon Musk segir að Hitler, Stalín og Maó hafi ekki verið fjöldamorðingjar. Elon Musk studdi nýnasistaflokkinn AfD í þingkosningunum í Þýskalandi. Ef það talar eins og nasisti og talar eins og nasisti – þá er það nasisti.“

Einn spyr hreinlega: „Fokk Elon, hvað í fjandanum gengur að þér?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum