fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

„Ég set kartöflur í skál og helli Coca-Cola yfir. Þetta á heimsmeistaratitil skilinn“

Pressan
Laugardaginn 15. mars 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru líklega flestir sammála um að stökkar franskar kartöflur eru hið mesta lostæti. Bæði stórir og smáir elska þær og því eru þær nauðsynlegar með mat á borð við hamborgara og djúpsteiktum fiski.

En það misheppnast oft að búa til hinar fullkomnu frönsku kartöflur heima, þær verða oft mjúkar og hálf leiðinlegar eða þá detta þær í sundur og líkjast alls ekki því sem maður stefndi að.

En þarna kemur Coca-Cola til sögunnar eftir því sem miðillinn gurmeteka.cz segir en hann birti uppskrift að hinum fullkomnu frönsku kartöflum undir fyrirsögninni „Ég set kartöflur í skál og helli Coca-Cola yfir. Þetta á heimsmeistaratitil skilinn“.

Ef kartöflurnar eru látnar liggja í Coca-Cola áður en þær eru djúpsteiktar, þá nást einhverskonar karamellunaráhrif sem tryggja ómótstæðilega stökka húð utan á kartöflunum en um leið eru þær mjúkar að innan.

Það þarf að nota réttu tegundina af kartöflum í þetta. Best er að nota mjölmiklar kartöflur því þær innihald mikið af sterkju en hún skiptir miklu fyrir áferðina.

Hráefni:

700 grömm kartöflur

1,5 lítrar af Coca-Cola

50 grömm af sterkju

500 ml af olíu

Aðferðin:

Skrælið kartöflurnar og skolið þær vel og skerið í jafnstórar lengjur.

Setjið kartöflulengjurnar í skál og fyllið hana með Coca-Cola. Látið kartöflurnar liggja í þessu í 10 mínútur.

Hellið Coca-Colanu af og þurrkið kartöflurnar með eldhúspappír.

Hitið olíuna og steikið kartöflurnar þar til þær verða gylltar og stökkar.

Látið leka af kartöflunum á eldhúspappír og berið síðan fram með uppáhaldssósunni ykkar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum