fbpx
Sunnudagur 16.mars 2025
Pressan

Bylting liggur í loftinu í Serbíu – Sjáðu mögnuð myndbönd af sögulegum mótmælum

Pressan
Laugardaginn 15. mars 2025 20:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugir þúsunda hafa mótmælt spillingu í ríkisstjórn Serbíu í dag. Mótmælendur krefjast þess að forsetinn og Rússlandsvinurinn Aleksandar Vučić segi af sér. Myndbönd hafa verið birt frá mótmælunum á samfélagsmiðlum sem eru vægast sagt mögnuð.

Talið er að mótmælin séu þau stærstu sem hafa verið haldin í landinu. Einn mótmælandi sagði í samtali við fjölmiðla að hann reikni með því að forsetinn sjái í dag skýrt að þjóðin standi ekki með honum lengur.

Mikil spenna liggur í loftinu í Serbíu þessa dagana. Mótmælendur hafa jafnvel tekið upp á því að koma upp tjaldbúðum fyrir utan forsetahöllina. Forsetinn varaði við því fyrr í vikunni að láta öryggissveitir sínar grípa til valdbeitingar á mótmælunum.

Almenningssamgöngur liggja niðri í Belgrade-borg í dag. Þetta var tilraun stjórnvalda til að koma í veg fyrir að fólk mætti á mótmælin.

Vučić hefur þó gefið út að hann ætli ekki að láta mótmælendur þvinga sig úr embætti. „Þið þurfið að drepa mig ef þið viljið skipta mér út,“ sagði forsetinn.

Mótmæli hafa farið fram næstum daglega síðan í nóvember eftir harmleik í borginni Novi Sad þegar steypt skýli á lestarstöð hrundi og 15 einstaklingar létu lífið. Þrír til viðbótar slösuðust alvarlega og hafa þurft að gangast undir aflimanir. Margir telja að slysið megi rekja til vanrækslu og spillingar hins opinbera.

Forsætisráðherrann og fyrrum borgarstjóri Novi Sad, Miloš Vučević, hefur sagt af sér vegna málsins sem og núverandi borgarstjóri. Mótmælendur sættu sig ekki við þetta og krefjast þess að forsetinn stigi sömuleiðis til hliðar. Vučić hefur þó gert lítið úr þeim kröfum sem hann segir eiga rætur að rekja til Vesturlanda sem ætli sér að koma honum frá völdum til að rústa Serbíu.

Serbía sótti um inngöngu í Evrópusambandið árið 2012 en eftir að Vučić hefur umsóknin verið söltuð, einkum í ljósi þess að forsetinn er mikill Rússavinur.

Eins og sjá má á myndböndunum með þessari frétt voru mótmælin í dag mögnuð. Einn notandi á X skrifar: „Þetta er Serbía. Þetta er byltingin. Vučić verður að segja af sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum

Dularfullur leiðangur – Lenti eftir 434 daga í geimnum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár

Hryllingshúsið þar sem stjúpsyninum var haldið föngnum í rúm tuttugu ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“

Drukkið par sagaði hausinn af hundinum til að „hefna kattarins“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti

Telja að Pútín eigi erfitt með að semja um vopnahlé á þessum tímapunkti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum

Sakfelld fyrir að hafa ætlað að ræna völdum í Þýskalandi og ræna heilbrigðisráðherranum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum

Þrír Indverjar teknir af lífi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum