EatingWell skýrir frá þessu og segir að þrátt fyrir að margir tengi gigt við gamalt fólk, þá leggist sjúkdómurinn á fólk í öllum aldurshópum. Tæplega helmingur fullorðinna upplifir gigt áður en 65 ára aldri er náð.
En þrátt fyrir að þetta sé algengur sjúkdómur, þá eru margar mýtur á kreiki um hvað veldur honum og hvernig er best að takast á við hann.
Hér skoðum við nokkur dæmi:
„Gist leggst bara á gamalt fólk“ – Slitgigt er algeng hjá eldra fólki en aðrar tegundir gigtar geta komið fram hjá börnum og fullorðnum. Erfðir, lífsstíll, sýkingar og líkamstjón geta haft áhrif á gigt, óháð aldri fólks.
„Þú færð gigt við að láta braka í fingrum“ – Margir hafa eflaust heyrt að maður fái gigt við að láta braka í fingrum. En rannsóknir sýna að svo sé ekki. Þetta er auðvitað pirrandi fyrir nærstadda en veldur ekki gigt.
„Hreyfing gerir gigtina verri“ – Oft er sagt að hreyfing geti skaðað liðið, sem eru með gigt. Þetta er ekki rétt því hreyfing styrkir vöðvana í kringum liðina, bætir liðleikann og dregur úr verkjum. Hreyfing með lítilli ákefð, til dæmis sund, gönguferðir og hjólreiðar, getur verið mjög gagnleg.
„Allar tegundir gigtar eru eins“ – Þetta er ekki rétt og rétt greining á gigt skiptir miklu máli þegar kemur að meðferð.
„Það er ekki hægt að gera neitt við gigt“ – Þrátt fyrir að gigt sé krónískur sjúkdómur, þá geta lífsstílsbreytingar haft mikil áhrif. Miðjarðarhafsmataræðið, hreyfing og að gæta að þyngdinni getur dregið úr einkennum og bætt lífsgæðin.