Það var í desember 2023 sem kona kom á bensínstöð í Solna, sem í útjaðri Stokkhólms, og sagði að 18 mánaða barn hennar væri aleitt heima í raðhúsinu hennar í Uppsala.
Lögreglunni var strax tilkynnt um þetta og lögreglumenn voru sendir að húsi konunnar. Þegar þangað var komið rann skelfilegur sannleikurinn upp fyrir þeim. Skömmu síðar komu tveir lögreglumenn til viðbótar á vettvang og sögðu þeir að félagar þeirra, sem komu fyrst á vettvang, hafi með kökk í hálsinum þegar þeir opnuðu dyrnar.
Það rann fljótlega upp fyrir lögreglumönnunum að barnið hafi verið skilið eftir eitt í rúmlega sólarhring. Það var í rimlarúminu sínu og hafði hvorki mat né drykk hjá sér.
Móðirin, sem er á fertugsaldri, hafði farið inn til Stokkhólms til að hitta vin sinn. Þau höfðu verið úti að skemmta sér allt kvöldið og nóttina og raunar langt fram á næsta dag.
Barnið var á lífi þegar lögreglumennirnir komi í húsið en bleyja þess var stútfull af þvagi og saur. Það var strax flutt á sjúkrahús þar sem staðfest var að það þjáðist af alvarlegum vökvaskorti en að öðru leyti var ástand þess gott.
Móðirin er ákærð fyrir að hafa stofnað lífi barnsins í hættu, fyrir illa meðferð og frelsissviptingu.
Koci sagðist telja að konan eigi að hljóta þungan dóm.
Konan á sér sögu um áfengismisnotkun.
Barnið hefur verið í umsjá fósturfjölskyldu síðan málið kom upp.