The New York Post skýrir frá þessu og segir að mikill leyndarhjúpur hvíli yfir ferðinni og þeim verkefnum og tilraunum sem geimfarið sinnti í þessa 434 daga.
Geimfarinu, sem var smíðað af Boeing, var skotið á loft frá Kennedy Space Center í Flórída 2023 og fór á braut um jörðina.
Þetta var í fyrsta sinn sem Falcon Heavy eldflaug SpaceX var notuð til að senda geimfarið á loft.
Talsmenn geimhersins segja að meðal verkefna geimfarsins hafi verið að æfa eitt og annað sem það getur gert í geimnum. Þar á meðal að prófa lofthemlun.
Í tilkynningu frá geimhernum kemur fram að verkefnið hafi heppnast vel.