Afaka Khan, sem var 33 ára, kom fjölskyldu hennar í opna skjöldu því hún var ekki látin vita af fyrirhugaðri aftöku fyrr en kvöldið áður þegar Khan hringdi heim. Khan var dæmd til dauða fyrir að hafa myrt fjögurra mánaða barn sem hún gætti.
The Independent segir að indversk yfirvöld segi að þeim hafi ekki verið tilkynnt um aftökuna fyrr en 28. febrúar.
Arangilottu var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt mann frá furstadæmunum. Hann starfaði á ferðaskrifstofu í Al Ain áður en hann var handtekinn. Móðir hans óskaði liðsinnis indverskra stjórnvalda vegna málsins og sagði að sonur hennar hefði fyrir mistök orðið manni að bana þegar hann var að flýja andlega vanþroskaðan mann sem pyntaði hann.
Valappil var dæmdur til dauða fyrir að hafa myrt samlanda sinn í furstadæmunum.
Áður en þessi aftökuhrina á Indverjum hófst, biðu 29 Indverjar aftöku í furstadæmunum. 12 biðu aftöku í Sádi-Arabíu, 3 í Kúveit og 1 í Katar.