Dómstóll í Koblenz dæmdi fjóra í fangelsi frá fimm árum og níu mánuðum til átta ára. Einn var dæmdur í tveggja ára og 10 mánaða fangelsi að sögn dpa fréttastofunnar.
Karlarnir, sem eru á aldrinum 46 til 58 ára, og konan, sem er 77 ára, voru ákærð fyrir að vera meðlimir í hryðjuverkasamtökum sem nefnast „Sameinaðir ættjarðarvinir“ og að hafa ætlað að steypa þýsku ríkisstjórnin og ræna völdum.
Við réttarhöldin sögðu saksóknarar að hryðjuverkasamtökin tengist hinni svokölluðu „Ríkisborgarahreyfingu“ en hún hafnar því að þýska stjórnarskráin, sem var tekin upp að síðari heimsstyrjöldinni lokinni, sé í gildi. Hreyfingin minni að ákveðnu leyti á QAnon hreyfinguna í Bandaríkjunum.
Saksóknarar sögðu að fólkið hafi ætlað að nota sprengjur til að skapa „aðstæður sem líkjast borgarastyrjöld“ og hafi ætlað að ræna Karl Lauterbach, fyrrum heilbrigðisráðherra, sem var einarður talsmaður harðra sóttvarnaaðgerða á tímum heimsfaraldurs kórónuveirunnar.