Blaxton, sem er 34 ára, sagðist ætla að ráða Donald Trump af dögum og að hann ætlaði einnig að „eyða“ New York.
Blaxton bað neyðarvörðinn um að „senda Donald Trump heim til hans“ svo hann gæti ráðið hann af dögum.
Hann hringdi ítrekað til að skýra frá þessu og sagðist einnig hafa hakkað sig inn í flugskeytakerfi Bandaríkjanna og ætlaði að „eyða“ New York.
„Ég vil fá Donald Trump. Morgundagurinn verður síðasti dagur hans hér á jörðinni,“ sagði hann í einu símtalinu og bætti við að það yrði að senda forsetann heim til hans, að öðrum kosti myndi hann drepa syni hans.
Í enn einu símtalinu sagði hann: „Ég þarf far út á flugvöll til að geta farið í Hvíta húsið til að myrða forsetann.“
Hann var að lokum handtekinn. Hann á sér sögu um andleg veikindi og hefur ítrekað hringt í neyðarlínuna með margvíslegar hótanir.