Konan sem um ræðir, Jennifer Wilson, er sögð hafa viljað refsa drengnum, Dakota Stevens, eftir að hann hagaði sér illa. Hafði hann ekki skilað sér heim dag einn fyrir skemmstu og fann Jennifer hann heima hjá nágrönnum þeirra.
Í frétt New York Post kemur fram að Dakota hafi kastað sér í grasið fyrir framan heimili fjölskyldunnar eftir að hún náði í hann til nágrannanna og hún brugðist við með því að setjast ofan á hann.
Er drengurinn sagður hafa öskrað og beðið hana að fara af sér sem hún gerði ekki. Ekki löngu síðar hætti drengurinn að hreyfa sig og sagðist Jennifer hafa talið að hann væri að þykjast vera meiddur. Þegar hún fór ofan á honum sá hún sér til skelfilegar að hann var meðvitundarlaus og hættur að anda.
Í frétt New York Post kemur fram að drengurinn hafi ekki átt mikla von gegn stjúpmóður sinni sem er rúm 150 kíló, en sjálfur vó drengurinn rúm 40 kíló.
Dakota var fluttur á sjúkrahús þar sem hann lést tveimur dögum síðar, en atvikið átti sér stað aðeins mánuði eftir að Jennifer fékk drenginn í sína umsjá. Hún á yfir höfði sér sex ára fangelsi vegna málsins.