Í texta við myndina stendur „Proud Swasticar Owner“. Merkið á gangstéttinni er blanda af nasistamerkinu „Reichsadler“ og Teslamerkinu.
Ekki liggur fyrir hvaða ástæða er fyrir þessari „málningarvinnu“ en líklegt má telja að þetta tengist eignarhaldi Elon Musk á Tesla og meintri nasistakveðju hans nýlega en mikið var fjallað um hana í fréttum.
Sala á Teslum hefur dregist mikið saman í Danmörku í kjölfar þess að Musk var settur í stórt hlutverk í kosningabaráttu Donald Trump og síðan í stjórn hans.