fbpx
Mánudagur 10.mars 2025
Pressan

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Pressan
Mánudaginn 10. mars 2025 08:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tvítug stúlka sem stundar nám við University of Pittsburgh í Bandaríkjunum hvarf á dularfullan hátt á meðan hún var í fríi með vinum sínum í Dóminíska lýðveldinu.

Stúlkan, Sudiksha Konanki, sást síðast aðfaranótt síðastliðins fimmtudags og hefur ekkert spurst til hennar síðan. Var hún í svokölluðu „vorfríi“ (e. spring break) með fimm vinkonum sínum í Punta Cana þegar hún hvarf.

Í frétt NBC News kemur fram að hún hafi síðast sést á ströndinni með ungum manni þar sem þau fengu sér meðal annars sundsprett í sjónum. Hún stuttu síða í göngutúr á ströndinni með þessum sama manni um klukkan þrjú aðfaranótt fimmtudags.

Þegar stúlkan var ekki í herberginu sínu að morgni fimmtudags tilkynntu vinkonur hennar um hvarfið og hafa yfirvöld í Dóminíska lýðveldinu meðal annars notið aðstoðar bandarískra og indverskra yfirvalda, en Konanki er indverskur ríkisborgari.

Í fréttum bandarískra fjölmiðla kemur fram að ungi maðurinn sem Konanki sást með hafi verið yfirheyrður, en ekki liggur fyrir hvort hann sé grunaður um aðild að hvarfi hennar.

Vinkonurnar áttu að fljúga heim á föstudag en ákváðu að vera lengur í Punta Cana vegna hvarfs Konanki. Yfirmaður lögreglu í Virginíuríki, sem aðstoða við rannsókn málsins, segir að ekki sé hægt að útiloka neitt varðandi hvarfið. Mögulega hafi verið um slys að ræða eða eitthvað saknæmt gerst. „Við útilokum ekkert,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúleg mistök bankastarfsmanns – Millifærði 80 billjónir dollara

Ótrúleg mistök bankastarfsmanns – Millifærði 80 billjónir dollara
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“

Gekk sallarólegur inn á lögreglustöð borðandi matinn sinn og játaði „það versta“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gríðarlegur eggjaskortur í Bandaríkjunum – Hrinda milljarðaáætlun úr vör

Gríðarlegur eggjaskortur í Bandaríkjunum – Hrinda milljarðaáætlun úr vör
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norðurkóreskir hakkarar stóðu á bak við stærsta rafmyntaþjófnað sögunnar

Norðurkóreskir hakkarar stóðu á bak við stærsta rafmyntaþjófnað sögunnar