Góðu fréttirnar eru þær að typpi geta breyst með tímanum. En áður en þú sækir málbandið í skúffuna og hefur reglulegar mælingar, væntanlega í von um lengri getnaðarlim, þá er rétt að taka fram að typpi stækka ekki að eilífu.
En það verða ákveðnar breytingar með aldrinum. Á kynþroskaskeiðinu upplifa flestir mikinn vöxt og lengdin nær nánast hámarki við 18-21 árs aldur. Eftir það er þróunin næstum því í kyrrstöðu – að minnsta kosti hvað varðar lengdina.
En það eru líka góðar fréttir. Testósterón og blóðflæði gegna stóru hlutverki hvað varðar heilbrigði typpis og ef karlar hreyfa sig og lifa heilbrigðu lífi, þá geta þeir haldið typpinu sterku og virku langt fram á efri árin.
En nú koma svo síður góðar fréttir. Þrátt fyrir að typpi styttist ekki með aldrinum, þá geta þau virst minni með aldrinum. Af hverju? Jú, það eru þyngdaraflið og fita sem stýra því.
Fita safnast við kynfærin og það gerir að verkum að typpið virðist draga sig í hlé í einhverskonar híði.
Elastín og kollagen brotna niður og það hefur í för með sér að vefurinn í því missir stífleika.
Blóðflæðið getur minnkað en það getur haft áhrif á getuna til að ná sömu „stærð“ og áður.
En þetta þýðir ekki að allt sé glatað – regluleg hreyfing, hollt mataræði og virkur lífsstíll geta hjálpað til við að halda typpinu í toppformi.