fbpx
Laugardagur 01.mars 2025
Pressan

Læknir segir að þessi góði matur minnki líkurnar á timburmönnum

Pressan
Laugardaginn 1. mars 2025 09:00

Timburmenn eru hvimleiðir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú ert á leiðinni á djammið, eða ætlar bara að skella drekka áfengi heima við, þá getur verið skynsamlegt að hugsa aðeins fram í tímann til að reyna að draga úr líkunum á að drykkjan valdi timburmönnum.

Lungnalæknirinn og áhrifavaldurinn Neena Chandrasekaran segir í myndbandi á TikTok að matartegund ein sé vel til þess fallin að draga úr hættunni á að timburmenn komi í heimsókn daginn eftir áfengisdrykkju.

„Ef þú ætlar að drekka áfengi, þá getur ostneysla dregið úr líkunum á timburmönnum,“ sagði hún í myndbandi sem hún birti nýlega á TikTok.

Hún segir að þar sem ostur sé prótínríku, feitur og innihaldi flókin kolvetni, sem hjálpa til við að „fóðra“ magann, þá dragi hann úr upptöku alkóhóls í líkamann. Osturinn hjálpar líkamanum einnig við að brjóta alkóhólið niður og vernda lifrina gegn tjóni.

En osturinn gerir meira en bara vernda lifrina, því hann inniheldur einnig kalsíum og B-vítamín sem hjálpa til við að byggja upp þau næringarefni sem alkóhólið gengur nærri. Hún sagði að kalsíumið styrki starfsemi tauganna og vöðvanna en B-vítamínin séu nauðsynleg fyrir orku og efnaskiptin.

En hún benti einnig á að betra sé að drekka ekki áfengi en að drekka það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Enn ein hákarlaárásin

Enn ein hákarlaárásin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun

Getnaðarlimslausum manni haldið mánuðum saman í fangelsi vegna gruns um nauðgun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Hvernig lykt er af múmíum? – Svarið kann að koma þér á óvart

Hvernig lykt er af múmíum? – Svarið kann að koma þér á óvart
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn
Pressan
Fyrir 5 dögum

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Fyrir 6 dögum

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?

Er hægt að hita kaffi á nýjan leik?