Dr Edward Schaeffer, hjá Northwestern háskólanum í Chicago í Illinois, veitti góð ráð um hvernig er hægt að fækka klósettferðum að næturlagi í hlaðvarpinu Peter Attia Drive Podcast.
Hann sagði að fyrra ráðið sé einfalt og skýrt: Ekki drekka áfengi þegar líður að háttatíma. Ástæðan er að áfengi, bæði bjór og aðrir áfengir drykkir, eiga það til að fylla blöðruna mjög hratt og þess utan dregur alkóhólið úr framleiðslu hormóns sem vinnur gegn þvagmyndun.
Hitt ráðið er einnig einfalt: Ekki drekka þegar líður að háttatíma! Það er freistandi að fá sér aðeins að drekka yfir sjónvarpinu á kvöldin en það skilar sér með því að maður þarf að losa sig við þetta nokkrum klukkustundum síðar, þegar maður á að vera í draumalandinu.
Það að fá sér að drekka eykur vökvamagnið sem leiðir að sjálfsögðu til tíðra klósettferða.
Ef þú lendir í því að vakna til að pissa, þá skaltu forðast að fá þér vatnssopa áður en þú leggst aftur upp í. Vatnið rennur hratt í gegn og þú átt á hættu að þurfa að fara aftur að pissa innan skamms.