fbpx
Miðvikudagur 12.mars 2025
Pressan

Ný rannsókn – Fallegt fólk þénar meira

Pressan
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 17:30

Hann spyr ákveðinna spurninga. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það getur borgað sig, í bókstaflegri merkingu, að vera falleg(ur) því það getur haft hærri laun í för með sér. Þetta eru niðurstöður nýrrar bandarískrar rannsóknar.

Rannsóknin sýndi fram á að fallegt fólk fær hærri laun en fólk sem telst ekki eins aðlaðandi.

Rannsóknin hefur verið birt í Information Systems Research Study. Í henni kemur fram að fólk, sem þykir fallegt, fær að meðaltali 2,4% hærri laun en það fólk sem þykir síður myndarlegt.

Fyrir þau 10%, sem þykja allra myndarlegustu, er ávinningurinn enn meiri því þessi hópur fær rúmlega 11% hærri laun en meðallaunin eru.

„Rannsóknin sýnir að útlitið hefur ekki bara áhrif á upphaf starfsferilsins, heldur einnig hvernig hann þróast áratugum saman. Þessar niðurstöður afhjúpa viðvarandi og styrkjandi áhrif fegurðar í tengslum við atvinnu fólks,“ sagði Nikhil Malik, aðalhöfundur rannsóknarinnar, í fréttatilkynningu.

Rannsóknin sýndi einnig fram á að fallegt fólk er 52,4% líklegra til að fá góða og eftirsótta vinnu þegar það lýkur námi.

Rannsóknin byggist á gögnum um 43.000 MBA-nemendur. Með aðstoð gervigreindar var mat lagt á fegurð fólksins og var notast við myndir frá fyrstu 15 árunum eftir að fólkið lauk námi.

En þessi fegurðaráhrif gagnast misvel eftir atvinnugreinum. Rannsóknin leiddi í ljós að útlitið skiptir meira máli þegar kemur að húmanískum stöðum sem og stjórnunarstöðum. En í tæknigreinum á borð við tölvugeirann og í verkfræði skiptir það ekki eins miklu máli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu

Fyrrum hershöfðingi hjá NATO segir að þetta verði næstu skotmörk Pútíns á eftir Úkraínu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur

Eitt vitni varð að dauða milljarðamæringsins – Nú á að hefja rannsókn aftur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan

Dularfullt hvarf manns sem sagðist vera að fara um borð í geimskip – Hefur ekki sést síðan
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leynigöng í London verða opnuð almenningi

Leynigöng í London verða opnuð almenningi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum

Læknir varar við – Morgunkaffi getur valdið sársaukafullum viðbrögðum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega

Ef þú finnur bleikt slím í baðherberginu verður að taka það mjög alvarlega
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði

Stuðningsmenn Trump úthúða dómara sem hann skipaði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann

Þessa hluti á ekki að hafa nærri beininum því þeir hafa áhrif á nethraðann