fbpx
Mánudagur 10.febrúar 2025
Pressan

Fjögur merki um að þú eigir að biðja um launahækkun

Pressan
Sunnudaginn 9. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Finnst þér að það sé kominn tími til að þú fáir launahækkun? Eða hefur þú kannski ekki hugleitt það? Ef þú þekkir eitt eða fleiri af eftirtöldum merkjum, þá gæti verið góð hugmynd að undirbúa samtal við yfirmann þinn um launahækkun.

Vertu tilbúin með dæmi um frammistöðu þína og vertu opin(n) fyrir samræðum um frammistöðu þína og annað sem tengist hugsanlegri launahækkun.

Aukin ábyrgð – Ef þú hefur fengið fleiri verkefni, stærri verkefni eða hlutverk yfirmanns, þá gæti það verið merki um að tími sé til kominn að ræða um launahækkun.

Góð frammistaða – Ef þú hefur náð betri árangri en vænst var af þér eða lagt mikið af mörkum við rekstur fyrirtækisins, þá er það sterk vísbending um að þú þurfir að íhuga hvort launin þín endurspegli frammistöðu þína.

Engin launahækkun í langan tíma – Ef þú hefur ekki fengið launahækkun árum saman, þá er kannski kominn tími til að skoða þau mál.

Markaðurinn hefur breyst – Ef þú kemst að því að laun fyrir sama starf og þú sinnir, hafa hækkað í þínum geira, eða ef þú telur að launin endurspegli ekki reynslu þína, þá er það hugsanlega merki um að tími sé til kominn til að ræða um hærri laun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast

Nokkur góð ráð til að komast hjá því að veikjast
Pressan
Í gær

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?

Á að slökkva á innstungunni fyrir sjónvarpið?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Handtaka í tengslum við 20 ára morðmál

Handtaka í tengslum við 20 ára morðmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverskum leikara var rænt – Málið vekur athygli á óhugnanlegum iðnaði í Mjanmar

Kínverskum leikara var rænt – Málið vekur athygli á óhugnanlegum iðnaði í Mjanmar