fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Pressan

Faðir hennar lést 53 ára úr heilakrabba – Læknar sögðu hann gera sér upp einkenni

Pressan
Laugardaginn 8. febrúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bretinn Stephen Blakeston lést úr heilakrabbameini árið 2011 aðeins 53 ára gamall. Læknar vísuðu kvörtunum hans um höfuðverk og talörðugleikum hans á bug og sögðu Blakeston vera að ger sér upp einkenni sín.

Blakeston byrjaði að upplifa mikinn höfuðverk og vandamál með tak í október 2010 segir dóttir hans, Hollie Rhodes, sem safnar nú fyrir rannsóknum á heilakrabbameini í minningu föður síns.

„Mamma hringdi í mig og sagði að hann væri að rugla saman setningum og það væri ekkert að marka hann. Hann var líka með mikinn höfuðverk og var mjög pirraður, sem var alls ekki líkt honum. Ég trúði því ekki þegar við heimsóttum heimilislækninn, sem vísaði á bug einkennum hans sem streitutengdum og sagði jafnvel að hann væri að gera sér upp einkenni, eitthvað sem ég veit að pabbi minn myndi ekki gera.“

Blakeston var sendur í sneiðmyndatöku sem sýndi „æxli sem vex á vinstri hlið heilans og hafði áhrif á tal hans,“ segir Rhodes. Þrátt fyrir að hann fór í  aðgerð til að fjarlægja æxlið, staðfesti vefjasýni að það væri „ólæknandi og krabbameinsvaldandi.“ 

Blakeston fór í geisla- og lyfjameðferð og þó að skannanir sýndu engin merki um að æxlið væri komið aftur, féll hann í yfirlið heima hjá sér skömmu eftir að meðferðinni lauk í júlí 2011.

„Við hringdum á sjúkrabíl en því miður gátu sjúkraliðar ekki bjargað honum og þeir sögðu okkur eftir um 20 mínútna að hann væri látinn, hann lést á svefnherbergisgólfi systur minnar. Þetta var svo átakanlegt og óvænt.“

Dánarorsökin var blóðtappi í hjarta Blakeston, en ekki er fullvitað hvort hann tengdist krabbameini hans eða meðferðinni. 

Feðginin Hollie og Stephen

Árið 2019 eignaðist góður vinur Rhodes, soninn Roux, sem fæddist með heilaæxli sem olli því að hann varð alvarlega veikur aðeins tveggja  vikna gamall.

„Síðan þá hafa Roux og fjölskylda hans ekki sýnt annað en ákveðni og styrk og þrátt fyrir að Roux glími við heilalömun og flogaveiki, þá er hann sannur stríðsmaður og heldur áfram að dafna og sanna að allar tölur séu rangar!

Nýlega lést systir vinkonu minnar látin vegna heilakrabbameins og skilur hún eftir sig þrjár yndislegar dætur.“

Rhodes hleypur í London maraþoninu til að safna peningum fyrir rannsóknir á heilaæxlum.

„Hlaup eru ekki mín sterka hlið, en ég mun hugsa um pabba minn og hvernig hann fékk aldrei að hitta nokkur af barnabörnum sínum, sem hann hefði dýrkað, en Blake, elsti minn, er skírður í höfuðið á honum. Að muna baráttu hans og hvernig lækning hefði getað haldið honum lengur hjá okkur gefur mér styrk til að halda áfram.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kristinn greinahöfundur sem sakaði dragdrottningar um að kyngera börn hefur verið handtekinn fyrir brot gegn barni

Kristinn greinahöfundur sem sakaði dragdrottningar um að kyngera börn hefur verið handtekinn fyrir brot gegn barni
Pressan
Í gær

Sektaður fyrir að hafa verið drukkin þegar hann flaug dróna

Sektaður fyrir að hafa verið drukkin þegar hann flaug dróna
Pressan
Fyrir 2 dögum

X höfðar mál á hendur Lego

X höfðar mál á hendur Lego
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ítalskur læknir ákærður í óvenjulegu máli þar sem kötturinn hans kemur við sögu

Ítalskur læknir ákærður í óvenjulegu máli þar sem kötturinn hans kemur við sögu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu