fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Pressan

Kínverjar ætla að smíða risastóra sólarorkustöð í geimnum – Gæti aflað meiri orku á einu ári en „öll olían á jörðinni“

Pressan
Laugardaginn 8. febrúar 2025 07:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverjar hafa kynnt fyrirætlanir um að reisa risastóra sólarorkustöð í geimnum. Henni verður skotið á loft í hlutum og sett saman í geimnum. Munu nýjar risastórar eldflaugar verða notaðar við verkefnið.

Stöðin verður 1 km á breidd og mun hún streyma endalausri orku niður til jarðarinnar með örbylgjum. Live Science skýrir frá þessu.

Stöðin verður á braut um jörðina í 36.000 km fjarlægð.  Long Lehao, aðalhönnuður eldflauganna, sem verða notaðar til að koma geimstöðinni á braut, sagði á fundi hjá kínversku vísindaakademíunni að hér sé um ótrúlegt verkefni að ræða. Orkan sem muni verða aflað á einu ári, verði jafn mikil og orkan úr allri olíunni sem sé hægt að vinna úr jörðu.

Þrátt fyrir miklar tækniframfarir á sviði sólarorku, þá mun verkefnið standa frammi fyrir ákveðnum takmörkunum. Til dæmis skýjum og því að gufuhvolfið drekkur megnið af sólargeislunum í sig áður en þeir ná til jarðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ítalskur læknir ákærður í óvenjulegu máli þar sem kötturinn hans kemur við sögu

Ítalskur læknir ákærður í óvenjulegu máli þar sem kötturinn hans kemur við sögu
Pressan
Í gær

Leyniupptaka afhjúpar hvað Musk og félagar ætla sér að gera

Leyniupptaka afhjúpar hvað Musk og félagar ætla sér að gera
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegur fundur í báti í Karíbahafi

Óhugnanlegur fundur í báti í Karíbahafi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“