Ekki skemmir fyrir að fólk getur oft gert góð kaup í slíkum verslunum og dottið niður á sannkallaða gullmola.
Kannski fannst JoAnn, sem býr í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, að hún hefði dottið í lukkupottinn þegar hún fann fallegan rauðan jakka í slíkri verslun. Hún keypti jakkann. Síðan fann hún miða í honum með skilaboðum sem gera að verkum að margir telja að hún eigi ekki að nota jakkann.
Daily Mail skýrir frá þessu og segir að JoAnn hafi farið í verslunina með unnusta sínum. Þeim hafi litist vel á jakkann og keypt hann.
Þegar JoAnn fór í jakkann, fann hún miða, sem var festur með títuprjóni, sem á stóð: „Jarðsetjið mig í þessum rauða jakkanum.“
Scott deildi mynd af jakkanum og miðanum á samfélagsmiðlum og fór færslan eins og eldur í sinu um netheima.
Viðbrögðin voru blendin, margir höfðu samúð með hinum látna eiganda jakkans því hinsta ósk hans hafi ekki verið virt.
„Ég vona að hún hafi verið grafin í einhverju frábæru,“ skrifaði einn og annar skrifaði: „Svo sorglegt. Fjölskylda hennar sá líklega aldrei miðann.“
Þriðja manneskjan sagðist ekki geta hugsað sér að klæðast jakkanum eftir að hafa lesið skilaboðin.