The Guardian segir að talið sé að þetta sé í fyrsta sinn sem einhver hefur verið saksóttur fyrir brot af þessu tagi í Svíþjóð.
Fá ríki hafa gert það refsivert að vera undir áhrifum áfengis þegar dróna er flogið. Japanir gerðu þetta refsivert 2019.
Málið kom upp þegar lögreglan var að nota dróna í Rättvik, sem er í miðju landinu, til að fylgjast með fornbílasamkomu. Komu lögreglumenn þá auga á annan dróna á flugi á svæði þar sem allt drónaflug var bannað.
Lögreglumenn fundu stjórnanda drónans og þar sem grunur lék á að hann væri undir áhrifum áfengis var blóðsýni tekið úr honum. Reyndist áfengismagnið vera 0,69 prómill. Samkvæmt sænskum umferðarlögum er refsivert að stýra ökutæki ef áfengismagnið í blóði er meira en 0,02 prómill.
Maðurinn neitaði sök og sagði að vinur hans hafi stýrt drónanum en sá var ekki á staðnum þegar lögreglan handtók hann.
Dómurinn lagði ekki trúnað að þennan framburð hans og sektaði hann um 32.000 sænskar krónur.