The Guardian segir að Haylen hafi í afsökunarbeiðni sinni sagt að hún hafi tekið ranga ákvörðun og að hún muni endurgreiða kostnaðinn við aksturinn.
Akstursbók sýnir að ferðin hófst klukkan 8 að morgni og lauk klukkan 20.50. Hún var skráð sem „viðskiptaferð á vinnudegi“.
Samkvæmt reglum um notkun ráðherrabíla í New South Wales mega ráðherrar nota þá til einkaerinda. Haylen sagði að notkun hennar á ráðherrabílnum hafi ekki brotið gegn reglunum en hafi samt sem áður verið óviðeigandi.
Hún hafnar kröfu stjórnarandstöðunnar um að hún segi af sér.