fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Pressan

Evrópubúar snúa baki við Teslu

Pressan
Föstudaginn 7. febrúar 2025 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sala bifreiða frá Teslu hefur hrunið víða í Evrópu en sérfræðingar telja að það megi að hluta til rekja til afskipta eiganda fyrirtækisins, Elon Musk, af stjórnmálum Evrópuþjóða. Sala hefur eins dregist saman í Kína en má það að mestu rekja til öflugrar samkeppni frá framleiðendum þar í landi.

Samkvæmt fréttum frá Þýskalandi varð mikið hrun á sölu Teslu-bifreiða í janúar. Talið er að það megi rekja til meintrar nasistakveðju eiganda fyrirtækisins, Elon Musk, sem og stuðnings hans við öfgahægri flokkinn AfD. Nýskráningar á Teslum voru aðeins 1.277 í janúar sem er tæpum 60% minna en í janúar árið 2024. Á sama tíma sýna gögn að sala rafbíla frá öðrum framleiðendum hefur aukist mikið. Sumir eigendur Tesla-bifreiða hafa eins pantað sér sérstaka límmiða til að setja á ökutæki sín svo það sé á hreinu að bifreiðin var keypt áður en „Musk missti vitið“.

Sala Teslu-bifreiða dróst einnig saman í Kína um 11,5% í janúar á meðan sala samkeppnisaðilans BYD jókst um 47% milli ára. Aðrir samkeppnisaðilar á borð við Changan Automobile og Xpeng hafa líka bætt við sig. Tesla hefur reynt að snúa þessari þróun við með því að lækka verð á tilteknum bifreiðum og bjóða aðlaðandi fjármögnunarleiðir.

Eins hefur sala minnkað í Svíþjóð, Noregi og Frakklandi en aðeins lítillega í Bretlandi.

Markaðskönnun í Svíþjóð sýndi að þar í landi hefur ímynd Tesla beðið hnekki. Aðeins um 11% Svía hafa jákvæða afstöðu til Tesla en áður en Donald Trump tók við embætti Bandaríkjaforseta voru um 19% Svía jákvæðir í garð bifreiðaframleiðandans. Þeim hefur eins fjölgað ört sem hafa neikvæða afstöðu til Tesla en fyrir tveimur vikum voru það 47% Svía en í nýjustu könnuninni nam hlutfallið 63%.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Starfsfólk Musk lokar á tölvuaðgang embættisfólks

Starfsfólk Musk lokar á tölvuaðgang embættisfólks
Pressan
Í gær

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok

Flutti frá Bandaríkjunum og myrti dóttur sína síðan – Sagði hana hafa birt „ámælisverð“ myndbönd á TikTok
Pressan
Fyrir 2 dögum

Byssumaðurinn í Svíþjóð: „Hann var einfari“

Byssumaðurinn í Svíþjóð: „Hann var einfari“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það vill enginn dvelja í þessu fangelsi

Það vill enginn dvelja í þessu fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skipti um flugsæti svo hjón gætu setið saman – Áttaði sig svo á að hún var höfð að fífli

Skipti um flugsæti svo hjón gætu setið saman – Áttaði sig svo á að hún var höfð að fífli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“

Gripinn með buxurnar á hælunum og liminn í lúkunum í sundi – Sagðist vera að verma „kjúllan“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið