fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Pressan

Eiturlyfjakóngurinn með barnsandlitið

Pressan
Föstudaginn 7. febrúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir ungan aldur hefur nýtur Bretinn Eddie Burton þess vafasama heiðurs að vera einn umsvifamesti fíkniefnakóngur í sögu Bretlandseyja.

Burton, sem er 23 ára, var í vikunni sakfelldur fyrir að vera höfuðpaurinn í stórum fíkniefnahring sem stóð að innflutningi á samtals 307 kílóum af heróíni, kókaíni og ketamíni til Bretlandseyja. Annar höfuðpaur í málinu, hin 25 ára gamla Sian Banks, var einnig sakfelld og eiga þau bæði margra ára fangelsi yfir höfði sér.

Í frétt Mail Online kemur fram að Burton hafi verið aðeins tíu ára gamall þegar hann byrjaði að selja eiturlyf á götum Bretlands. Segja kunnugir að það hafi ekki komið þeim neitt á óvart að Burton skildi reyna fyrir sér í glæpum og þá sérstaklega í fíkniefnaviðskiptum þar sem miklir peningar eru undir.

„Hann var í allskonar rugli þegar hann var ungur. Hann byrjaði að selja fíkniefni fyrir eldri fíkniefnasala þegar hann var tíu ára gamall. Hann var með svo barnslegt andlit og þótti tilvalinn í þetta verkefni af eldri fíkniefnasölum,“ segir aðstandandi Burtons.

Hann komst í kast við lögin ungur að árum, lenti í slagsmálum og hljópst á brott með þeim afleiðingum að lýst var eftir honum af lögreglu. Nítján ára gamall flutti hann til Amsterdam og er talið að á þeim tímapunkti hafi hann þegar verið orðinn umsvifamikill í viðskiptum með fíkniefni.

Burton tókst að smygla miklu magni af fíkniefnum til Bretlands með því að fela þau í sendiferðabílum sem voru á leið til Bretlands. Tveir slíkir bílar voru stöðvaðir í Dover sumarið 2022 og um borð voru sem fyrr segir 307 kíló af eiturlyfjum. Söluverðmæti efnanna hljóp á um þremur milljörðum króna.

Við rannsókn lögreglu kom í ljós að Burton var viðriðinn málið og var umsvifamikil leit gerð að honum í kjölfarið. Hún bar ekki árangur fyrr en ári seinna þegar hann var handtekinn á næturklúbbi á Ibiza á Spáni.

Dómur í máli Burtons verður kveðinn upp þann 12. febrúar næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Tekinn af lífi í gærkvöldi

Tekinn af lífi í gærkvöldi
Pressan
Í gær

Dæmdur í ævilangt fangelsi í annað sinn

Dæmdur í ævilangt fangelsi í annað sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Bandarískir læknar í hart út af upplýsingum sem Trump-stjórnin hefur fjarlægt af netinu

Bandarískir læknar í hart út af upplýsingum sem Trump-stjórnin hefur fjarlægt af netinu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump búinn að ákveða hvað gerist ef Íranar taka hann af lífi

Trump búinn að ákveða hvað gerist ef Íranar taka hann af lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Unglingsstúlkur gerendur í umtalaðasta morðmáli Nýja-Sjálands – „Mér líður eins og ég sé að skipuleggja óvænta veislu“

Unglingsstúlkur gerendur í umtalaðasta morðmáli Nýja-Sjálands – „Mér líður eins og ég sé að skipuleggja óvænta veislu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrátt fyrir 20 stungusár var andlát hennar úrskurðað sjálfsvíg – 14 árum síðar hefur réttarmeinafræðingurinn skipt um skoðun

Þrátt fyrir 20 stungusár var andlát hennar úrskurðað sjálfsvíg – 14 árum síðar hefur réttarmeinafræðingurinn skipt um skoðun