Þrettán lík voru í bátnum og höfðu þau rotnað mjög mikið að sögn Cromwell Henry, aðstoðarlögreglustjóra. Það gerir þessa uppgötvun kannski enn óhugnanlegri að nokkrum dögum áður fundust fimm lík í bát nærri Trínidad og Tóbagó.
Engir áhafnarmeðlimir voru um borð í bátunum.
Lögreglan hefur ekki skýrt frá aldri eða kyni hinna látnu.
Ekki liggur fyrir hvort einhver tengsl séu á milli málanna.
Yfirvöld á Trínidad og Tóbagó segja að báturinn, sem líkin fimm fundust í, líkist mjög báti sem fannst við landið 2021 en fimmtán lík voru um borð í honum. Sú kenning var sett fram þá að um afrískt förufólk hefði verið að ræða.