fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Pressan

Forseti Kólumbíu segir að kókaín sé ekkert verra en viskí

Pressan
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 10:47

Gustavo Petro. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gustavo Petro, forseti Kólumbíu, segir að eina ástæðan fyrir því að kókaín sé bannað sé sú að það er framleitt í Suður-Ameríku.

Petro lét þessi ummæli í falla beinni sjónvarpsútsendingu af fundi hans með ríkisstjórn landsins.

Kólumbía er stærsti framleiðandi kókaíns í heiminum og hafa yfirvöld þar lengi barist gegn framleiðendum og smyglurum.

Petro vill þó sjálfur meina að kókaín sé ekkert verra en til dæmis viskí.

„Vísindamenn hafa rannsakað þetta – kókaín er ekki verra en viskí,“ sagði hann og bætti við að ef kókaín yrði gert löglegt væri hægt að uppræta marga glæpahringi.

„Ef fólk vill frið þarf að leysa upp þessi smyglviðskipti. Það væri hægt með því að lögleiða kókaín á heimsvísu. Það myndi seljast eins og vín,“ sagði hann enn fremur.

Petro benti einnig á að það væru efni eins og fentanýl sem væru að ganga frá Bandaríkjamönnum, ekki kókaín, og fentanýl sé ekki framleitt í Kólumbíu.

Talið er að 2.600 tonn af kókaíni hafi verið framleidd í Kólumbíu árið 2023.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Eigandi leikjalands dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hann var látinn opna símann sinn

Eigandi leikjalands dæmdur í 25 ára fangelsi eftir að hann var látinn opna símann sinn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 3 dögum

Verkefnið sem kom mönnum til tunglsins

Verkefnið sem kom mönnum til tunglsins