Petro lét þessi ummæli í falla beinni sjónvarpsútsendingu af fundi hans með ríkisstjórn landsins.
Kólumbía er stærsti framleiðandi kókaíns í heiminum og hafa yfirvöld þar lengi barist gegn framleiðendum og smyglurum.
Petro vill þó sjálfur meina að kókaín sé ekkert verra en til dæmis viskí.
„Vísindamenn hafa rannsakað þetta – kókaín er ekki verra en viskí,“ sagði hann og bætti við að ef kókaín yrði gert löglegt væri hægt að uppræta marga glæpahringi.
„Ef fólk vill frið þarf að leysa upp þessi smyglviðskipti. Það væri hægt með því að lögleiða kókaín á heimsvísu. Það myndi seljast eins og vín,“ sagði hann enn fremur.
Petro benti einnig á að það væru efni eins og fentanýl sem væru að ganga frá Bandaríkjamönnum, ekki kókaín, og fentanýl sé ekki framleitt í Kólumbíu.
Talið er að 2.600 tonn af kókaíni hafi verið framleidd í Kólumbíu árið 2023.