fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Trump búinn að ákveða hvað gerist ef Íranar taka hann af lífi

Pressan
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur haft í mörg horn að líta eftir að hann tók við embætti Bandaríkjaforseta.

Á blaðamannafundi í gærkvöldi var hann meðal annars spurður út í samskiptin við Íran, en eins og kunnugt er hefur grunnt verið á því góða á milli þjóðanna á undanförnum árum.

Sjá einnig: „Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

Forsetinn skrifaði í gær undir tilskipun þess efnis að Íranar verði beittir enn frekari þrýstingi (e. maximum pressure) í þeim tilgangi að fá þá til að breyta um stefnu í ýmsum málum, þar á meðal kjarnorkuáætlun landsins.

Í fyrra var greint frá því að yfirvöld í Íran hefðu haft í hyggju að ráða Trump af dögum og ef marka má ummæli Trumps er hann þegar búinn að ákveða hvað gerist ef af því verður.

Trump segist þegar hafa rætt við ráðgjafa sína um að Íran verði eytt af landakortinu ef þeir koma honum fyrir kattarnef. „Ef þeir gera það þá verður þeim eytt. Ég er búinn að gefa út leiðbeiningar um að ef það gerist verður þeim eytt. Það verður ekkert eftir,“ sagði Trump.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið greindi frá því í nóvember að írönsk yfirvöld hefðu fengið 51 árs karlmann, Farhad Shakeri, til að ráða Trump af dögum. Hann er enn eftirlýstur og er talinn halda sig í Íran. Árið 2020 fyrirskipaði Trump morðið á Qassem Soleimani, herforingja hjá hersveitum íranska byltingarvarðarins, og er talið að Íranar vilji hefna fyrir það.

Tilskipunin sem Trump skrifaði undir í gærkvöldi hefur meðal annars það að markmiði að keyra olíuútflutning Írans niður í núll.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig

Hættu í megrun – Svona léttist þú án þess að svelta þig
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna