fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni

Pressan
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 07:30

Það þarf að tryggja gott loft innanhúss.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er mjög mikilvægt að það sé gott loft á heimilinu. Til að tryggja það, þá eru ákveðnir hlutir sem á alls ekki að gera því þeir gera loftið verra og jafnvel heilsuspillandi.

Gleyma að lofta út – Margir lofta ekki nægilega vel út daglega. Það á að lofta út þrisvar á dag í 5-10 mínútur í einu og best er ef það trekkir í gegnum íbúðina. Ef þetta er ekki gert, þá getur það valdið myglusveppi og auðvitað slæmu lofti í húsnæðinu.

Þurrka þvott – Það þarf auðvitað að þurrka þvottinn þegar búið er að þvo hann. En það á ekki að þurrka hann innanhúss því mikill raki fylgir því. Rakinn getur valdið myglusvepp og of háu rakastigi. Ef þú átt engra annarra kosta völ en að þurrka þvottinn innandyra, þá skaltu þurrka hann inni á baði en ef það er ekki hægt, þá er hægt að draga úr rakanum með því að opna dyr og glugga í skamma stund margoft yfir daginn.

Notaðu viftuna – Ef þú ert með viftu fyrir ofan eldavélina, þá skaltu alltaf nota hana þegar þú ert að elda. Góð vifta, fjarlægir raka og flestar þær agnir sem berast frá eldamennskunni. Þegar þú slekkur á viftunni, er ekki útilokað að agnir séu enn í loftinu og því er góð hugmynd að lofta út.

Lækka hitann of mikið – Það er kannski freistandi að lækka hitann í húsinu til að spara í kyndingarkostnaði en ekki má láta hitann fara niður fyrir 18 gráður því þá aukast líkurnar á að myglusveppur nái sér á strik.

Gleyma að ryksuga – Það er mælt með að ryksugað sé minnst einu sinni í viku og minnst fjórum sinnum ef þú ert með gæludýr. Góð þrif tryggja hreinlæti og gott loft í íbúðinni.

Reykingar – Reykingar innanhúss geta dregið mjög úr loftgæðum og þær hafa áhrif á reykingafólkið og aðra sem eru í íbúðinni. Börn geta orðið fyrir sérstaklega miklum áhrifum af reykingum. Ef þú getur ekki sleppt því að reykja, þá skaltu gera það utanhúss.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Í gær

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?

Varð skrímslið frá Birkenhead fórnarlamb versta réttarmorðs Bretlands?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði

Þessi þjóð borðar mest af súkkulaði