fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Pressan

Byssumaðurinn í Svíþjóð: „Hann var einfari“

Pressan
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 11:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænskir fjölmiðlar eru byrjaðir að varpa ljósi á manninn sem skaut að minnsta kosti tíu manns til bana í Campus Risbergska-skólanum í Örebro í gær. Árásarmaðurinn féll svo fyrir eigin hendi.

Í frétt Aftonbladet kemur fram að árásarmaðurinn hafi verið 35 ára og líklega komið inn í skólann með skotvopn falið í gítartösku. Hann er sagður hafa farið inn á salerni í skólanum og haft þar fataskipti áður en hann lét til skarar skríða. Var maðurinn klæddur i grænan hermannabúning þegar hann gekk um ganga skólans og hleypti af.

Sjá einnig: Svanfríður var á vettvangi hryllingsins í Svíþjóð: Blóðugar manneskjur, mikil öskur og angist

Í frétt Aftonbladet kemur fram að maðurinn hafi verið búsettur í Örebro og ekki komið við sögu lögreglu áður. Segir fólk sem þekkti til hans í samtali við blaðið að hann hafi haldið sig að mestu út af fyrir sig síðustu ár.

„Hann var einfari og við höfum ekki átt mikil samskipti við hann á síðustu árum. Sem barn var hann dálítið öðruvísi en fjörugur. Honum gekk vel í skóla en hann hafði átt erfitt uppdráttar á síðustu árum,“ segir einn.

Þá er haft eftir einstaklingi sem þekkti til hans að hann hafi skipt um nafn fyrir nokkrum árum og það hafi komið aðstandendum hans í opna skjöldu. „Hann átti vin sem hann var oft með en ekki upp á síðkastið. Hann vildi halda sig til hlés og virtist ekki líka við fólk.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Unglingsstúlkur gerendur í umtalaðasta morðmáli Nýja-Sjálands – „Mér líður eins og ég sé að skipuleggja óvænta veislu“

Unglingsstúlkur gerendur í umtalaðasta morðmáli Nýja-Sjálands – „Mér líður eins og ég sé að skipuleggja óvænta veislu“
Pressan
Í gær

Þrátt fyrir 20 stungusár var andlát hennar úrskurðað sjálfsvíg – 14 árum síðar hefur réttarmeinafræðingurinn skipt um skoðun

Þrátt fyrir 20 stungusár var andlát hennar úrskurðað sjálfsvíg – 14 árum síðar hefur réttarmeinafræðingurinn skipt um skoðun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“