fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Bandarískir læknar í hart út af upplýsingum sem Trump-stjórnin hefur fjarlægt af netinu

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 5. febrúar 2025 18:37

Donald Trump Bandaríkjaforseti. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisstarfsmenn í Bandaríkjunum eru uggandi eftir að ríkisstjórn Donald Trump tók við völdum í landinu. Hópurinn Læknar fyrir Ameríku, sem er í forsvari fyrir fleiri þúsund heilbrigðisstarfsmenn frá öllum ríkjum Bandaríkjanna, hefur nú ákveðið að fara í hart og lagði í gær fram kæru gegn ríkinu til að kanna lögmæti aðgerða ríkisstjórnarinnar.

Málið snýst um opinber gögn sem hafa nú verið fjarlægð af opinberum vefsvæðum. Um er að ræða heilbrigðisupplýsingar sem heilbrigðisstarfsmenn nota í starfi sínu á hverjum degi.

Kæran beinist að mannauðssviði alríkisins sem og stofnunum á borð við sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC), matvælastofnunina og heilbrigðisráðuneytið.

Mannauðssviðið gaf út minnisblað í lok síðasta mánaðar um aðgerðir til að framfylgja forsetatilskipun Donald Trump um vernd kvenna. Tilskipunin kveður á um að Bandaríkin viðurkenni aðeins tvö kyn, kvenkyn og klarkyn. Þar með var því beint til ríkisstofnana að fjarlægja allar upplýsingar sem fjalla um kynvitund, kynjafræði og annað slíkt.

Þetta varð til þess meðal annars að upplýsingar voru fjarlægðar um áhættuhegðun barna, leiðbeiningar fyrir rannsakendur um prófanir lyfja, gögn um HIV-smit og fleira.

Læknarnir halda því fram að með því að fjarlægja þessar upplýsingar sé verið að skapa hættulegt tómarúm í vísindalegum gögnum sem eru notuð til að vakta og bregðast við smitsjúkdómum. Eins sé þarna um að ræða gögn sem heimilislæknar nota sér til leiðsagnar. Loks bitni þetta á samskiptum lækna og sjúklinga.

New York Times greindi frá því um helgina að gögnum og upplýsingum hafi verið eytt af rúmlega 8 þúsund opinberum vefsíðum. Þetta eru alls konar upplýsingar svo sem upplýsingar um bólusetningar, úrræði fyrir uppgjafahermenn, upplýsingar um hatursglæpi, hinsegin samfélagið, trans fólk, kynþáttafordóma og loftlagsbreytingar. Vefsíða sem Biden-stjórnin setti í loftið og fjallaði um getnaðarvarnir, kynheilbrigði og réttinn til að fjölga sér, hefur eins verið tekin úr loftinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada

Banna sölu á bandarísku áfengi í Kanada
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum

Kim Jong-un sviptir hulunni af „Benidorm“ strandbænum sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mannætan í Klettafjöllum

Mannætan í Klettafjöllum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni