fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Unglingsstúlkur gerendur í umtalaðasta morðmáli Nýja-Sjálands – „Mér líður eins og ég sé að skipuleggja óvænta veislu“

Pressan
Þriðjudaginn 4. febrúar 2025 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinkonurnar Pauline Parker og Juliet Hulme virtust vera fullkomlega venjulegar unglingsstúlkur. Þær voru óaðskiljanlegar þó þær hafi ekki getað verið ólíkari og veltu margir því fyrir hvað það var sem gerði þær svo nánar vinkonur.

Upphaf örlagaríkrar vináttu

Parker, sem gekk undir eftirnafninu Rieper þar til dómstóll úrskurðaði að foreldrar hennar væru ekki giftir, fæddist á Nýja Sjálandi. Faðir hennar stýrði fiskbúð og móðir hennar rak gistiheimili. Hulme var aftur á móti fæddur í Englandi. Hún var dóttir hins virta eðlisfræðings Dr. Henry Rainsford Hulme, sem hafði hjálpað til við að smíða fyrstu bresku vetnissprengjuna. 

Parker var lítill, dökkhærð og þéttvaxin, en Hulme var hávaxin, aðlaðandi og talaði með enskum hreim. Stúlkurnar virtust koma frá andstæðum heimum, en þær tengdust fljótt þegar Hulme flutti til Christchurch á Nýja Sjálandi með fjölskyldu sinni. Báðar höfðu átt við heilsubrest að stríða, Parker var með beinsjúkdóm sem kallast beinmergbólga og Hulme með berkla. Sökum veikindanna sluppu þær við íþróttatíma í skólanum og kynntust því meðan skólafélagar þeirra voru í tíma. 

Hulme og Parker við réttarhöldin

Vináttan tekur á sig dekkri mynd

Vinkonurnar bjuggu báðar yfir líflegu ímyndunarafli. Þegar vinátta þeirra varð nánari bjuggu þær til fantasíuríki sem þær kölluðu „fjórði heimurinn“ og  bjuggu til trúarbrögð þar sem þær dýrkuðu ákveðna fræga einstaklinga eins og Mario Lanza sem „dýrlinga.“ Saman skrifuðu þær sögur sem gerðust í fjórða heiminum og dreymdu um að gefa út skáldsögur einn daginn. Smám saman urðu þær meira og meira á kafi í ímyndaða ríki sínu – og minna bundnar við raunveruleikann.

Á sama tíma virtust stúlkurnar tvær þróa með sér djúpa þráhyggju gegn hvor annarri. Þó Parker hafi varið miklum tíma á heimili Hulme, urðu stúlkurnar viðþolslausar þegar þær voru í sundur og jafnvel líkamlega veikar.

Fjölskyldur þeirra fóru að hafa áhyggjur af því að þær hefðu myndað lesbískt samband – ásökun sem síðar var endurtekin við réttarhöld þeirra. Á þeim tíma var samkynhneigð álitin merki um geðsjúkdóma á Nýja Sjálandi og litið á hana sem glæp.

En árið 1954 virtist lausn á þráhyggjuhegðun stúlknanna koma fram. Foreldrar Hulme ákváðu að skilja og tilkynntu að Hulme myndi flytja til Suður-Afríku til að vera hjá ættingjum. Foreldrar hennar virtust opin fyrir því að Parker flytti með dóttur þeirra, en Parker fannst að móðir hennar, Honorah Rieper, myndi aldrei leyfa það.

Vinkonurnar Parker 16 ára og Hulme 15 ára hrintu því í gang þeirri áætlun að myrða Rieper, móður Parker, og láta það líta út eins og slys.

Morðið og réttarhöldin í kjölfarið eru enn í dag, 70 árum síðar, eitt þekktasta og umtalaðasta morðmál Nýja Sjálands. Íbúar landsins voru helteknir af málinu, sem gert var skil í leikinni kvikmynd Peter Jackson árið 1994, Heavenly Creatures. 

Melanie Lynskey sem Pauline Parker og Kate Winslet sem Juliet Hulme í Heavenly Creatures.

„Af hverju gat mamma ekki dáið?“ skrifaði Parker í dagbókina sína. „Tugir manna deyja, þúsundir, svo hvers vegna ekki móðir mín og faðir líka.“

Síðasta dagbókarfærsla Parker fyrir morðið.

„Dagur hins gleðilega atburðar“ og morðið á Honorah Rieper

Þann 22. júní 1954, daginn sem Parker lýsti sem „Degi hins hamingjusama atburðar“ í dagbók sinni, buðu hún og Hulme, móður Parker, Honorah Rieper út í gönguferð. Þær gengu yfir í Victoria Park, þar sem þær gæddu sér á síðdegistei og lögðu síðan af stað til að rölta um garðinn.

Vinkonurnar gengu með Rieper að bleiku skrauti sem þær höfðu skilið eftir á stígnum. Þegar Rieper beygði sig til að taka það upp, byrjaði Parker að berja hana með múrsteini sem hún hafði sett í sokk. Vinkonurnar skiptust á og slógu Rieper oftar en 20 sinnum. Þegar Rieper var látin hlupu vinkonurnar aftur að söluturninum þar sem þær höfðu fengið sér te og öskruðu á hjálp. Ataðar í blóði sögðu þeir eigendum söluturnsins að Rieper hefði dottið og slegið höfuðið í.

Fljótlega varð ljóst að eitthvað miklu óhugnanlegra hafði átt sér stað. Rannsóknarlögreglumaður bar síðar vitni um að Rieper „hafi orðið fyrir árás af dýrslegri grimmd sem sjaldan sést, jafnvel í óhugnanlegustu morðum.“ Lögreglan fann blóðugan múrsteinn í nágrenninu.

Parker og Hulme voru handteknar og ákærðar fyrir morðið á Honorah Rieper. Áður en langt um leið áttu réttarhöldin eftir að heltaka íbúa Nýja-Sjálands.

Morðvettvangurinn, blóðpoll má sjá hægra megin á myndinni.

Réttarhöldin yfir Parker og Hulme

Þegar fréttir um glæp Parker og Hulme breiddust út, brugðust Nýsjálendingar alls staðar við með áfalli. Stúlkurnar voru ungar, morðið sem þær höfðu framið var hrottalegt og réttarhöldin yfir þeim hlaðin  tilkomumiklum fullyrðingum.

Ákæruvaldið lagði fram dagbók Parkers, sem innihélt upplýsingar um áætlanir hennar og Hulme um að drepa móður Parker. Nokkrum dögum fyrir morðið lýsti Parker því hversu spenntar þær vinkonurnar voru með áætlun sína. „Við erum náttúrulega svolítið stressaðar en tilhlökkunin er mikil,“ skrifaði Parker.

Tveimur dögum síðar bætti hún við: „Við ákváðum að nota stein í sokk, frekar en sandpoka. Við ræddum morðið. Mér líður eins og ég sé að skipuleggja óvænta veislu.“

Verjendurnir stúlknanan héldu því fram að þær hefðu orðið fyrir folie à deux, eða sameiginlegri ranghugmyndaröskun,og reyndu verjendur að sanna að Parker og Hulme hefðu verið glímt við geðræn veikind  þegar þær frömdu morðið.

„Vandamálið var að þær höfðu báðar játað á sig morð og eina vörnin sem við áttum var geðveiki, en hvernig gátum við látið þær vera dæmdar geðveikar?“ sagði verjandinn Brian McClelland sagði, samkvæmt SyFy. „Og svo kemur sálfræðingurinn Reginald Medlicott með þessa frábæru hugmynd að þær hafi fengið folie à deux, svo lögðum upp með það.“

Í réttarhöldunum komu einnig fram ásakanir um að Parker og Hulme væru í lesbísku sambandi, nokkuð sem báðar. Þar sem samkynhneigð var þá ólögleg á Nýja Sjálandi bættu vangaveltur um kynhneigð þeirra aðeins við dramatík réttarhaldanna.

En á endanum leiddu réttarhöldin yfir Parker og Hulme að fyrirsjáanlegri niðurstöðu. Þann 28. ágúst 1954 voru báðar stúlkurnar fundnar sekar um morð.  Þeir voru dæmdar í „varðhald á meðan hennar hátign er ánægja“ (e. detention during Her Majesty’s pleasure), dómur sem kveðinn var yfir dæmdum einstaklingum undir 18 ára aldri þar sem þeir eru í haldi um óákveðinn tíma, byggt á mati dómara. Hvor um sig afplánaði fimm ár í sitt hvoru fangelsinu.

Hvað varð um Parker og Hulme?

Á áratugunum frá því þær voru látnar lausar úr fangelsi stofnuðu Parker og Hulme báðar nýtt líf, aðskildar frá hvor annarri. Ákvörðun sem þær tóku sjálfar, því þeim var alls ekki bannað samkvæmt dómnum að hafa samband.

Parker breytti nafni sínu í Hilary Nathan og flutti til Bretlands þar sem hún lifði einangruðu lífi. Hún gerðist trúrækin í kaþolskri trú og varði dögunum í í að kenna börnum reiðmennsku. 

Systir hennar, Wendy, sagði í viðtali við New Zealand Women’s Weekly að Nathan hefði lítil sem engin samskipti við umheiminn og iðraðist mjög að hafa myrt móður þeirra.

Hulme lifði hins vegar drauminn sem þær vinkonurnar sáu fyrir sér. Eftir að Heavenly Creatures, kvikmynd Peter Jacksons kom út árið 1994, eltu blaðamenn Hulme á röndum og komust þá að því að hún var orðin morðgátumetsöluhöfundur undir nafninu Anne Perry. Þegar Hulme/Perry var spurð um glæpi æsku sinnar sagðist hún ekki eyða miklum tíma í að hugsa um hvað hún og Parker gerðu.

„Ég myndi bara kvelja sjálfa mig og það myndi ekki hjálpa neinum,“ sagði hún. Aðspurð um Rieper, konuna sem myrti svaraði hún „einhver sem ég þekkti varla“. 

Perry, áður HUlme, árið 1994.

Morðið sem Pauline Parker og Juliet Hulme frömdu er enn þekkt og umtalað á Nýja Sjálandi og víðar. Ekki aðeins var morð vinkvennanna á móður Parker svívirðilegt verk, heldur vakti það einnig áleitnar spurningar um myrkar hliðar ímyndunaraflsins og náin vináttubönd. Unglingarnir tveir voru orðnir helteknir af hvor öðrum og fantasíuheiminum sem þær höfðu búið til. Og þeir trúðu því að Rieper yrði hindrun í fullkominni, sameiginlegri framtíð þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032

Líkur á að loftsteinn lendi á jörðinni skömmu fyrir jólin 2032
Pressan
Fyrir 2 dögum

Verkefnið sem kom mönnum til tunglsins

Verkefnið sem kom mönnum til tunglsins
Pressan
Fyrir 3 dögum

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna