360 póstkassar hafa verið settir upp í skólum fram að þessu. Börn geta sett bréf í þau og taka sérfræðingar þau síðan og leggja mat á innihald þeirra.
The Independent segir að fyrsti póstkassinn hafi verið settur upp í skóla í austurhluta landsins í júní 2022. Á fyrsta deginum setti 10 ára stúlka bréf í kassann og lýsti því sem afi hennar hefði gert henni, nauðgað henni. Nokkrum dögum síðar hafði rannsókn lögreglunnar leitt í ljós að stúlkan og tvær aðrar stúlkur í fjölskyldunni, hefðu verið þolendur kynferðisofbeldis árum saman.
Afinn var sakfelldur í september síðastliðnum og dæmdur í 12 ára fangelsi.
Les Papillons, sem eru barnaverndarsamtök, segja að fram að þessu hafi 2,4% bréfanna, sem hafa verið sett í póstkassana, endað með því að barnaverndaryfirvöld hafi þurft að grípa til aðgerða.
1,4% bréfanna hafa endað hjá saksóknurum og orðið tilefni lögreglurannsókna.