fbpx
Föstudagur 14.mars 2025
Pressan

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Pressan
Mánudaginn 3. febrúar 2025 04:10

Pete Hegseth og Donald Trump.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að „allir möguleikar séu opnir“ hvað varðar að takast á við erlend hryðjuverkasamtök og útilokar ekki að Bandaríkin muni beita hervaldi í Mexíkó.

Hann lét þessi ummæli falla í viðtali við Fox News og sagði að nú verði breytingar á áherslunum hvað varðar öryggi á landamærum Bandaríkjanna og við vernd almennra borgara.

Á fyrsta degi sínum í Hvíta húsinu skrifaði Donald Trump undir tilskipun þess efnis að mexíkóskir eiturlyfjahringir og önnur skipulögð glæpasamtök séu erlend hryðjuverkasamtök. Þetta var liður í tilraunum hans til að þrýsta á mexíkósk stjórnvöld að ná stjórn á fíkniefnaútflutningnum frá landinu.

Í tilskipuninni felst að bandarísk yfirvöld geta beitt efnahagslegum refsiaðgerðum og ferðatakmörkunum og einnig er opnað fyrir beitingu hervalds erlendis.

Þegar Hegseth var spurður hvort tilskipunin veiti honum heimild til að ráðast til atlögu við mexíkóska eiturlyfjahringi sagðist hann ekki vilja taka fram fyrir hendurnar á Trump. Það verði ákvörðun Trump en ljóst sé að allir möguleikar séu uppi á borðinu þegar verið sé að eiga við erlend hryðjuverkasamtök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?

Dularfullt mannshvarf – Hvað varð um hana?
Pressan
Í gær

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á

Furðulegt háttalag forseta í Hvíta húsinu gagnrýnt eftir að myndir birtust af blaðinu sem Trump hélt á
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump

Hringdi í neyðarlínuna og bað um aðstoð við að myrða Donald Trump
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“

Gefur ekkert eftir og lætur Trump heyra það – „Þessari ringulreið verður að linna“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann

Tíu ára drengur lést eftir að fósturmóðir hans settist ofan á hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema

Rannsaka dularfullt hvarf ungs háskólanema
Pressan
Fyrir 4 dögum

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök

Unglingsstúlka varð ólétt eftir munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu

Þetta er rétta aðferðin þegar pítsusósa er sett á pítsu