Hann hefur hlotið nafnið Kalma og er í Wonsan. Metro segir að ferðaskrifstofan Travel hafi sett upp sérstaka síðu til að kanna hversu margir Bretar séu tilbúnir til að fara í sumarfrí í Kalma. Niðurstaðan kom að sögn á óvart því 250 Bretar voru til í ferð þangað.
Kalma var áður skotstaður flugskeyta. Bærinn hefur verið lengi í smíðum, hann átti að opna 2019 en opnuninni var ítrekað frestað, meðal annars vegna breytinga á hönnun, vandræðum við að útvega byggingarefni og vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar.
Mannréttindasamtök hafa hvatt fólk til að sneiða algjörlega hjá Kalma vegna hinna skelfilegu mannréttindabrota sem eiga sér stað daglega í Norður-Kóreu og hafa gert áratugum saman.