Verið var að meðhöndla barnið í klefanum þegar slysið varð. Móðirin sem stóð við hliðina á tækinu hlaut áverka á öðrum handleggnum, að því er fram kemur í frétt AP.
Ben Chancock, yfirmaður lögreglu á svæðinu, segir að slysið sé í rannsókn og að á þessari stundu sé ekki vitað hvað fór úrskeiðis.
Háþrýstiklefar eru notaðir til að meðhöndla ýmsa kvilla en í honum anda sjúklingar að sér hreinu súrefni og er loftþrýstingur hærri en venjulega. Þetta mun stuðla að aukinni súrefnismettun í líkamanum. Í frétt AP kemur fram að slys af þessu tagi séu afar sjaldgæf.