Úti í miðju hafi fundu þeir bát, sem maraði í hálfu kafi, og um borð í bátnum var fjöldi rotnandi líka. Báturinn var dreginn til hafnar og kom þá í ljós að um borð voru líkamsleifar nítján einstaklinga.
Yfirvöld telja að um hafi verið að ræða flóttamenn frá Vestur-Afríku og virðast að minnsta kosti einhverjir þeirra vera frá Malí.
Er talið að fólkið hafi verið í leit að betra lífi og þeir sem um borð voru hafi einfaldlega dáið úr hungri og vosbúð.
Vinna stendur nú yfir við að bera kennsl á þá sem um borð voru.