fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Pressan

Borðaði síðustu máltíðina þrisvar sinnum en fær nú ný réttarhöld

Pressan
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 15:30

Richard fær ný réttarhöld.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Richard Glossip, sem setið hefur á dauðadeild í Bandaríkjunum í 25 ár, fær ný réttarhöld í máli sínu. Richard hefur í nokkur skipti komist býsna nálægt dauðanum, ef svo má segja, því í þrígang hefur hann borðað „síðustu máltíðina“ sína.

Richard var dæmdur fyrir að fyrirskipa morð á yfirmanni sínum, Barry Van Treese, árið 1997. Barry þessi var eigandi mótels í Oklahoma en annar maður, Justin Sneed, var einnig dæmdur í málinu og hlaut hann lífstíðarfangelsi.

Sagði Justin að Richard hefði borgað honum 10 þúsund dollara fyrir að drepa Barry. Óumdeilt er að Justin varð Barry að bana en deilt er um hvort það hafi verið að skipun Richards eins og saksóknarar héldu fram á sínum tíma.

Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi þann úrskurð í vikunni að Richard skyldi fá ný réttarhöld. Grundvallaðist úrskurðurinn á þeirri staðreynd að Justin sagði ósatt um ýmsa hluti fyrir dómi. Þá steig fyrrverandi samfangi hans fram og lýsti því að Justin hefði sagst hafa „leitt Richard í gildru“ í málinu og komið sök á hann.

Þá kom síðar í ljós að Justin glímdi við alvarleg geðræn veikindi þegar morðið var framið. Saksóknarar vissu af því en kusu að halda þeim upplýsingum frá kviðdómendum.

Í frétt CNN kemur fram að fimm dómarar Hæstaréttar hafi kosið með því að Richard fengi ný réttarhöld en þrír dómarar voru því mótfallnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi

Sökudólgurinn í dularfullum veikindum var lítt geðslegur ferðafélagi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja

Eru flugsæti á tveimur hæðum framtíðin? – Netverjar hafa þetta að segja
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 3 dögum

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést

Níræð kona svalt til bana á heimili sínu eftir að sonur hennar lést