fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Pressan

Dæmdur í 105 ára fangelsi fyrir skotárás á hollenska hermenn

Pressan
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 16:30

Simmie Poetsema lést í árásinni,

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandarískur karlmaður, Shamar Duncan, hefur verið dæmdur í 105 ára fangelsi fyrir að skjóta hollenskan hermann til bana og særa tvo aðra í miðborg Indianapolis í ágúst 2022.

AP greinir frá því að Shamar, sem er 25 ára, hafi verið dæmdur í 60 ára fangelsi fyrir morð, 35 ára fangelsi fyrir morðtilraun og 10 ára fangelsi fyrir hættulega líkamsárás. Dómana þarf hann að sitja af sér hver af fætur öðrum sem þýðir að hún mun líklega aldrei geta um frjálst höfuð strokið.

Sá sem lést í árásinni hét Simmie Poetsema og var 26 ára hermaður frá Hollandi sem var við æfingar í herbúðum í suðurhluta Indiana. Félagar hans, sem einnig voru hermenn, særðust einnig í árásinni.

Hermennirnir höfðu verið að skemmta sér í miðborg Indianapolis og á leið aftur á hótelið sitt þegar þeir lentu í útistöðum við Shamar og félaga hans. Eftir stutt slagsmál mun Shamar hafa tekið upp byssu og skotið hermennina þrjá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein