Í undirskriftasöfnuninni segir að Musk hafi tekið þátt í ýmsu sem vinni gegn kanadískum hagsmunum. Meðal annars hafi hann notað auðæfi sín og völd til að hafa áhrif á kosningar í Kanada.
Auk þess tilheyri hann nú erlendri ríkisstjórn sem „reyni að binda endi á fullveldi Kanada“.
Musk fæddist í Suður-Afríku en hann er einnig með kanadískan ríkisborgararétt því móðir hans er kanadísk.