fbpx
Þriðjudagur 25.febrúar 2025
Pressan

Fjölskylduharmleikur – Sonurinn sem nágrannarnir vissu ekki af myrti fjölskyldu sína árla morguns

Pressan
Þriðjudaginn 25. febrúar 2025 19:30

Giselle, Juliana og Kyle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nemandi sem skaut móður sína og tvö systkini til bana á heimili fjölskyldunnar hefur játað á sig sök. Nicholas Prosper, 19 ára gamall, átti að fara fyrir rétt í næstu viku, sakaður um að hafa myrt móður sína Juliönu, 48 ára, systur Giselle, 13 ára, og bróður Kyle, 16 ára, þann 13. september í fyrra.

Prosper hafði áður neitað sök, en játaði í sex mínútna yfirheyrslu í Luton Crown Court síðdegis í gær. Mun hann fá dóm í næstu viku.

Hann viðurkenndi einnig að hafa keypt skotvopn, 12 bolta Nikko haglabyssu, daginn fyrir morðin. Og hann játaði sig sekan um að hafa átt skotvopn í þeim tilgangi að stofna lífi í hættu, auk þess að vera með eldhúshníf þegar lögreglan handtók stuttu eftir atvikið. 

Prosper hefur setið í gæsluvarðhaldi frá handtöku og mun dómur verða kveðinn upp á miðvikudag/fimmtudag í næstu viku. Engir fjölskyldumeðlimir hans voru viðstaddir í dómsal í gær.

Nicholas Prosper

Nágrannar sögðu að Prosper hafi eytt svo miklum tíma á netinu í herbergi sínu að þeir sem bjuggu fyrir neðan hann fjölbýlishúsinu þar sem fjölskyldan bjó höfðu ekki hugmynd um tilvist hans, þrátt fyrir að vera málkunnug móður hans og systkinum.

Fjölskyldan bjó í íbúð á áttundu hæð í Leabank Tower, sem eru þrjár blokkir, vinsælar hjá ungum fjölskyldum rétt fyrir utan miðbæ Luton í Bretlandi. Luton er borg í Bedfordshire, 50 kílómetrum norðvestur af London.

Grazyna Karwecka, sem bjó fyrir ofan Prosper og fjölskyldu hans, sagðist hafa haldið að hún heyrði konu öskra, fylgt eftir af byssuskoti og síðan önnur hávær hljóð.

„Þetta hljómaði eins og byssa. Klukkan var kannski um 5.15 að morgni og allt með kyrrum kjörum, ég var á baðherberginu mínu að farða mig. Skyndilega heyri ég öskur – kvenmannsöskur. Ekkert annað. Það var mjög skrítið, sérstaklega á þessum tíma dags. Það varð þögn. Svo heyri ég einhver húsgögn detta eða eitthvað álíka, í kannski tíu sekúndur. Þá ekkert. Ég heyrði skot í byssu fyrir öskrið – ég held að þetta hafi verið kona.“

Juliana, sem var þekkt undir eftirnafninu Falcon, flutti til Bretlands fyrir um 30 árum frá Argentínu. „Hún var ofurgreind kona og hún var góð móðir við börnin sín, svo ég finn enga huggun eða skýringu á því sem gerðist,“ sagði fjölskylduvinur eftir morðin í fyrra.

„Með hrollvekjandi ofbeldisverki myrti Prosper nánustu fjölskyldu sína með haglabyssu sem hann fékk án leyfis og með skýran ásetning um að drepa. Við unnum vandlega með helstu glæpadeildum Bedfordshire, Cambridgeshire og Hertfordshire að því að byggja upp sterk mál gegn Prosper og vonum að játning hans í dag veiti réttlætiskennd fyrir samfélag sem skiljanlega er hrakið af þessum alvarlegu glæpum. Verk Prosper verða ljós þegar hann verður dæmdur og hann getur búist við að dvelja mjög langan tíma bak við lás og slá,“ sagði Chris Derrick, aðstoðarsaksóknari 

„Í dag er hugur okkar hjá Juliana, Kyle og Giselle, en lífi þeirra var stolið í kaldrifjaðri árás. Við vonum að játningin í dag veiti þeim sem elskuðu og þótti vænt um þau einhverja huggun í þeirra mikla missi.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?

Dularfullir QR-kóðar settir á rúmlega 1.000 legsteina – Hver bjó þá til og hver er tilgangurinn?
Pressan
Í gær

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19

Fundu nýja kórónuveiru sem getur smitað fólk á sama hátt og COVID-19
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega

Hér fær starfsfólkið sjálfsfróunarpásu daglega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“

Óhugnaðurinn í Ivins – „Myrkrið varð að ljósi og rétt varð rangt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    

Lét vin sinn grafa eigin gröf eftir að hafa séð hrottalegt myndband                    
Pressan
Fyrir 3 dögum

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast

Læknir segir að þetta myndi hann gera ef hann þyrfti að léttast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar

Höfundur bóka um Elon Musk tætir ríkasta mann heims í sig – Segir sögur af greind Musk stórlega ýktar