News.com.au skýrir frá þessu og segir að maðurinn hafi hlotið áverka á maga og fótleggjum.
Þetta var fjórða árás hákarls á baðgesti við strendur Queensland það sem af er ári.
Fyrir nokkrum vikum lést Charlize Zmuda, sem var 17 ára, af áverkum sínum eftir árás hákarls við Bribie Island. Hún hlaut lífshættulega áverka á efri hluta líkamans þegar hákarl réðst á hana þar sem hún var á sundi. Hún lést á vettvangi.
Hákarlar verða 5 til 10 manns að bana árlega á heimsvísu. Um 100 milljónir hákarla eru veiddir og drepnir árlega.