fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Vendingar í máli bresku hjónanna sem fundust látin í Frakklandi

Pressan
Mánudaginn 24. febrúar 2025 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglumenn í Frakklandi sem rannsaka dularfullt andlát breskra hjóna á sextugs- og sjötugsaldri telja að um morð og sjálfsvíg hafi verið að ræða.

Andrew og Dawn Searle, sem búsett höfðu verið í bænum Les Pesquiés í um áratug, fundust látin á heimili sínu í byrjun mánaðar.

Til að byrja með bentu verksummerki til þess að um hefði verið að ræða misheppnaða innbrots- eða ránstilraun.

Andrew hafði meðal annars starfað við rannsóknir á efnahagsglæpum í Edinborg í Skotlandi áður en hann settist í helgan stein og skoðaði lögregla einnig hvort hann hefði átt sér einhverja óvildarmenn í ljósi þess við hvað hann starfaði.

Sjá einnig: Skoða óhugnanlega kenningu í máli breskra hjóna sem fundust myrt í Frakklandi

Breska blaðið The Sunday Post sagði frá því um helgina að flest benti til þess að Andrew hafi banað Dawn og sviðsett síðan innbrot.

Lík Dawn fannst utandyra með áverka á höfði og taldi lögregla í fyrstu að hún hefði reynt að hlaupa undan innbrotsþjófunum. Íbúar voru í nokkrum húsum mjög nærri og heyrði enginn þeirra nein læti, hvorki öskur eða barsmíðar.

„Það sem er líklegt er að hún hafi verið drepin inni í húsinu, þar sem dyr og gluggar voru lokaðir enda hávetur, og líki hennar svo komið fyrir í garðinum,“ segir heimildarmaður The Sunday Post.

Nicoals Rigot-Muller, saksóknari í Rodez, staðfesti í samtali við miðilinn að þessi kenning sé líkleg. Að öllum líkindum hefðu nágrannar heyrt í hjónunum ef innbrotsþjófur hefði brotist inn á heimilið.

Lögregla hefur unnið sleitulaust að rannsókn málsins síðustu þrjár vikur og hefur enginn verið handtekinn í tengslum við það. Í fréttinni er þess einnig getið að vettvangsrannsókn lögreglu bendi ekki til þess að þriðji aðili hafi verið á heimilinu áður en hjónin fundust látin.


Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.


Úrræði við ofbeldi í nánu sambandi

Neyðarlínan er með ítarlegar leiðbeiningar bæði um það hvað ofbeldi í nánu sambandi felur í sér og hvert er hægt að leita ef maður sjálfur eða einhver sem maður þekkir er beittur ofbeldi.


 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum

Þetta er mesti sársaukinn sem maður getur upplifað – Barnsburður er ekki efst á listanum
Pressan
Í gær

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt

Eru ofnskúffurnar skítugar? Svona er hægt að fá þær skínandi hreinar á einfaldan hátt
Pressan
Í gær

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var

Ráðgátan um líkið á ströndinni: Enginn veit hvaðan hann kom eða hver hann var
Pressan
Í gær

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987

Fyrrum KGB-njósnari segir Trump hafa fengið dulnefnið Krasnov þegar hann gekk til liðs við Rússa árið 1987
Pressan
Fyrir 3 dögum

Neglur urðu morðingja Unu að falli

Neglur urðu morðingja Unu að falli
Pressan
Fyrir 3 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri