Krufning leiddi í ljós að drengirnir höfðu annað hvort drukknað eða kafnað.
Sky News segir að móðir þeirra, Kara Alexander, sem er 47 ára, hafi verið sakfelld fyrir morðið á sonum sínum í síðustu viku. Hún hélt því fram að þeir hafi drukknað í baði á meðan hún svaf.
Saksóknarar byggðu málflutning sinn á því að drengirnir gætu ekki hafa drukknað fyrir slysni og að eina raunhæfa skýringin á dauða þeirra væri að Kara hefði drekkt þeim.
Drengirnir áttu að vera hjá föður sínum þessa helgi en þegar hann heyrði ekkert frá Köru, varð hann mjög áhyggjufullur og fór heim til þeirra. Þegar þangað kom, sagði Kara honum að þeir væru sofandi á efri hæðinni.
Hann fann þá sama í neðra rúminu í koju þeirra og voru þeir báðir í náttfötum.
Sjúkraflutningsmenn og lögregla komu fljótt á vettvang en ekkert var hægt að gera til að bjarga lífi drengjanna því þeir höfðu verið látnir í nokkrar klukkustundir.
Í apríl mun dómari ákveða hversu þunga refsingu Kara fær.