fbpx
Mánudagur 24.febrúar 2025
Pressan

Fangi á dauðadeild fer fram á að verða leiddur fyrir aftökusveit

Pressan
Mánudaginn 24. febrúar 2025 11:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brad Sigmon, 67 ára fangi á dauðadeild í Suður-Karólínu, hefur farið fram á að verða leiddur fyrir aftökusveit og skotinn til bana. Til stendur að taka Brad af lífi þann 7. mars næstkomandi.

New York Times greinir frá þessu.

Í frétt blaðsins kemur fram að tveir aðrir valkostir hafi staðið Brad til boða, annars vegar rafmagnsstóllinn og hins vegar aftaka með banvænni lyfjablöndu.

Fari svo að Brad verði tekinn af lífi af aftökusveit verður það í fyrsta sinn frá árinu 2010 sem það gerist í Bandaríkjunum. Utah, Mississippi, Oklahoma og Idaho gefa föngum á dauðadeild þennan möguleika en slíkar aftökur hafa þó aðeins farið fram í Utah á síðustu árum og áratugum, nánar tiltekið árin 2010, 1997 og 1996.

Brad var dæmdur til dauða fyrir hrottafengin morð á fyrrverandi tengdaforeldrum sínum árin 2001. Réðst hann á þau með hafnaboltakylfu og barði þau til ólífis. Hann ógnaði svo fyrrverandi kærustu sinni með skotvopni og nam hana á brott. Henni tókst þó að flýja úr prísundinni og hafa samband við lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Í gær

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli