fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Tvítugur ökumaður missir BMW-bílinn sinn – Þykir sérlega óheppinn

Pressan
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það borgar sig aldrei að aka yfir leyfilegum hámarkshraða en þessu fékk tvítugur ökumaður í Austurríki að kynnast ekki alls fyrir löngu.

Pilturinn var á BMW-bifreið sinni þegar hann náðist á 136 kílómetra hraða þar sem er 50 kílómetra hámarkshraði. Þegar búið var að taka tillit til vikmarka við mælinguna var endanlegur hraði úrskurðaður 131 kílómetri á klukkustund.

Umferðarlög í Austurríki eru býsna ströng og geta yfirvöld gert ökutæki upptæk ef ökumenn gerast sekir um ofsaakstur eins og í þessu dæmi.

Þó er það bundið ákveðnum skilyrðum og á götum þar sem hámarkshraði er 50 kílómetrar á klukkustund þurfa ökumenn að aka á meira en 130 til að lagaramminn falli undir þá, sum sé meira en 80 kílómetrum yfir leyfilegum hámarkshraða. Þar sem ökumaðurinn ungi ók 81 kílómetra yfir hámarkshraða var bíllinn gerður upptækur.

Ný og strangari umferðarlög tóku gildi í Austurríki í apríl í fyrra. Bíllinn sem um ræðir var metinn á 30 þúsund evrur, 4,2 milljónir króna, og verður hann seldur á uppboði. Þar að auki var ökumaðurinn ungi sektaður um 1.600 evrur, rúmar 220 þúsund krónur.

Í frétt Bild kemur fram að síðan nýju lögin tóku gildi hafi á annað hundrað bílar verið gerðir upptækir í Austurríki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“

Sagt hún væri með glútenofnæmi en greind með 4. stigs ristilkrabbamein – „Ég vil vera þessi 5%“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli

Fangaverðir ákærðir í óhugnanlegu máli