fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Þessi daglegi vani er að eyðileggja kynlíf fólks – En það er ótrúlega auðvelt að kippa þessu í liðinn

Pressan
Sunnudaginn 23. febrúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónabands- og kynlífsráðgjafi segir að hin svokallað „Z“ kynslóð glími við alvarlega kynlífsskort og það sama eigi við um aðrar kynslóðir. Segist sérfræðingurinn telja að þetta megi rekja til einnar ákveðinnar lífsstílsvenju sem sé þó auðvelt að breyta.

Leigh Norén, sambands- og kynlífsráðgjafi, segir að fólk leiti oft skammtímalausnar til að örva hugann og þetta valdi því að fólk gleymi hvernig það á að „gleðjast og vera ánægt“. „Fólki leiðist oft í ástarsamböndunum sínum og er stressað í hinu daglega lífi. Það er mikið álag á okkur öllum og það hefur haft þær afleiðingar að við höfum gleymt hvernig á að leita að og njóta unaðar. Þess í stað leitum við að skammtímalausnum og leiðum til að  leiða huganna annað, til dæmis með að fletta samfélagsmiðlum og háma skyndibitafæði í okkur. Það er eins og við höfum öll gleymt hvernig við eigum að vera til og njóta unaðar alls staðar, ekki bara kynlífsunaðar,“ sagði hún í samtali við Mirror.

Hún sagði að nokkrar ástæður séu fyrir að kynhvötin hafi minnkað. Á ákveðinn hátt hafi „Z“ kynslóðin endurskilgreint hvað felst í kynlífi. Áður hafi verið mjög ákveðnar, þröngar hugmyndir um hvað fælist í kynlífi, til dæmis að hjá gagnkynhneigðu fólki snerist það um að setja getnaðarlim inn í leggöng, það væri eina „alvöru“ kynlífið, allt annað væri forleikur.

Hún sagði að „Z“ kynslóðin tengi kynlíf oft við mun „breiðari“ skilgreiningu, til dæmis ástríðufullar strokur og það að senda kynferðislega tengd skilaboð. „“Z“ kynslóðin hefur alist upp við að vera alltaf umkringd tækni. Þetta þýðir að henni leiðist sjaldan og í staðinn fyrir að tengjast öðrum í kynlífi, eins og fólk gerði kannski áður fyrr, þá snúa þau sér kannski frekar að símanum sínum til að fá skyndiörvun. Það er einfaldlega hægt að gera svo mikið annað en að stunda kynlíf,“ sagði hún.

Tracey Cox, kynlífsráðgjafi, tók í sama streng í samtali við Daily Mail og sagði að kynlíf hafi verið einhverskonar form afþreyingar hjá fyrri kynslóðum. Nú sé svo mikil afþreying í boði að fólk leiti frekar í hana.

Leigh sagði að besta ráðið til að takast á við lítið kynlíf og komast á réttu brautina sé að knúsast meira og auka nána snertingu, kynferðislega snertingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi

Í bréfi frá Isaac Newton spáði hann fyrir um heimsendi
Pressan
Í gær

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein

Læknir segir að þessi 5 að því virðist meinlausu einkenni geti verið merki um krabbamein
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið

Elon Musk sveiflaði keðjusög og lét Zelensky heyra það – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út

Kínverjar herða tökin – Ekkert sleppur út